31.8.2015 | 21:03
Haffi sendir mér línur 31.8.15
Mannslíf venjulegs íslendings á lágmarkslaunum er metið á kr:0
Þar sem krabbameinsmeðferð kostar frá kr:500,000-1500,000 úr eigin vasa. Hvernig á venjulegur maður á lágmarkslaunum að ráða við slíkt?
Hér ætti öll heilbrigðisþhónusta að vera frí en það er ekki hægt nema ríkið fái tekjur af eignum sínum sama hvort það eru virkjanir, kvótinn eða aðrar auðlindir þjóðarinnar.
Elítan er með margar milljónir á mánuði í laun svo að kr:1500,000 fyrir þá er ekkert mál. Hversu lengi ætlum við að sætta okkur við þennan þrældóm?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2015 | 11:15
Lífið það er fjölbreytt 27.8.15
Sumir virðast lokaðir, aðrir meira opnir
en allt er best í hófi, flestir telja svo.
Margir eru sterkir, fleiri líkast loppnir,
lífið það er fjölbreytt vil ég meina sko!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2015 | 01:27
Syndugar systur 26.8.15
- Allar erum við syndugar systur,
sjaldan á tæru hver verði fyrstur,
gera okkur til getnað
er gleður oss lítt að morgni.
Það er gott að eiga hauk í horni
herskyns vandi er steðjar að,
- oft vinnur hjálpræði með hrað.
Kristindómur Íslendinga 2014
Kristindóm vér kennum best
er konunnar blómgast nári.
Líknarar fólk hér myrða mest,
meira en þúsund börn á ári.
Hvers vegna 22.11.14
Hvers vegna fá illmennin að lifa
en ungbörnin að deyja,
ómálga, saklaus og fyrir það eitt
að skapast og að verða til?
Það er vart fyrir fáráða og gapa
að finna það út úr því
hvernig Drottinn gefur spil.
Bloggar | Breytt 31.8.2015 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2015 | 16:10
Ylsig 25.8.15
Drengur mátti stjarfur stara
stúlkan meðan háttaði sig
og hann spáði í helst til bara
hvort hún væri með ylsig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2015 | 17:22
Pínum lýðinn, pungum undir ríka 15.8.15
Nú er kominn að mínu viti einn enn mannréttindabrotadómurinn Hæsta réttar en fátíðir eru þeir á annan veg í þessu landi en þekkist þó eins og ég mun síðar fjalla um í greininni. Þessi dómur kveður á um réttleysi ríkisstarfsmanna til að semja sjálfir um kaup sín og kjör og úrskurður matsnefndar í kjölfarið af skipaðri nefnd af ríkisstjórninni til að ákvarða þau og samkvæmt forskrift sem ríkið setur um að ekkert tillit verði tekið til nýlegustu áður gerðra samninga við starfsmenn ríkisins heldur bara til nýlegustu samninga við margniðurlægðan og níddan almennan verkalýð þjóðarinnar.
Það þarf engan að undra það þótt vonsviknir deiluaðilar þeirra er reynt hafa að sækja rétt sinn með þessum árangri hafi hug á að skjóta málinu fyrir alþjóða mannréttindadómstólinn. Íslensk stjórnvöld hafa varðandi dóma hans margsýnt sig í því að þau virða hann ekki frekar en hundur ræki við framan í þau og er því varlegt að ætla að nokkuð breytist svívirðilegt stjórnarfar okkar lands hvaða orð svo sem hann léti frá sér fara um það frekar en annað sem verið hefur hingað til.
Ég tel allt bera að sama brunni með það að tifinnastlegast í þessu landi þótt ekki sé nefnt ástandið í öllum heiminum með þá stjórnendur sem vaða yfir mannréttindi fólksins, sé geðréttardeild fyrir geðfatlaðra ósakhæfa embættismenn sem misbeita valdi sínu svo þjóðir geti ekki varið sig fyrir þeim. Til þess að friður fáist fyrir þeim þarf að einangra þá frá amennu mannlífi.
Ég vil nefna dæmi sem ég hef stundum áður vitnað í svo fólk skilji betur meiningu orða minna: Öryrkjar sóttu fyrir ekki svo mörgum árum að eigi að vera gleymt þótt margir vilji ekki enn af því vita, mannréttindabrotamál á hendur ríkisstjórnar þeirrar er þá ríkti og urðu öryrkja þá vegna ósvinnu stjórnvalda að þrásækja málið fyrir Hæsta rétti.
Ég vissi ekki til að nokkur sála í ríkisstjórliðinu öllu greiddi nokkurntíman atkvæði gegn því órétti á Alþingi svo kúgað tel ég allt liðið hafa verið af foringum flokka sinna tveggja er voru þá í stjórn og auðvitað voru það þeir sömu og nú hafa nítt verkalýðinn svo hroðalega sem raun ber vitni.
Þar voru allir þingmenn sem stjórnuðu dæmdir fyrir siðleysi og mannréttindabrot á aumustu þegnum þjóðarinnar af Hæstarétti og meira að segja tvisvar. Þeir fengu samt að sitja á Alþingi áfram eftir sem áður eins og ekkert hefði skeð til að brjóta meira af sér á þeim og öðrum og bjóða sig fram til endurkjörs kosningar eftir kosningar eftir það og enn var einn þeirra sæmdur Fálkaorðunni fyrir skömmu og valinn æðsti stjórnandi Alþingis af félögum sínum.
Þeir reyndust afbrotamenn alveg ósakhæfir og óábyrgir gerða sinna og geðréttardeildir eru einmitt stofnanir til að verja fólkið fyrir slíkum og á Sogni áttu þeir heima og hvergi annarsstaðar á þeim tíma það vantaði bara lögin og valdið til að pútta þeim þar inni en hefði svo verið gert og væri gert enn í viðlíka tilfellum þá væri margt öðruvísi varðandi vellíðan og lífsafkomu þjóðarinnar.
- Glæpamenn setja ekki refsilög til varnar lýðnum fyrir sjálfum sér og sínum líkum en það vantar tilfinnanlega að það sé gert. Það er ekki nóg til góðs gengis fyrir almúgann að hafa stjórnarskrá sem engin viðurlög eru við að brotin sé og alþjóðadómstól sem ekki er heldur neitt vald til að framfylgja að farið sé eftir og refsað fyrir brotin þar eins og í öðrum glæpamálum.
Pungum undir ríka, pínum lýðinn,
postular auðvaldsins messa það stíft.
Undra margur er við það hlýðinn
að aumustu þegnunum sé vart gert líft.
Í mannréttarþróun munum við sein,
mörg er þar óleyst þrautin.
Dugar vart mikið réttlætiskenndin ein
ei borgar hún saltið í grautinn!
Bloggar | Breytt 18.8.2015 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2015 | 07:59
Ástarljóðin 8.8.15
Oft má smátt til einhvers leiða
útkoman svo verði góð.
Ástarljóðin engan meiða
afbrýðisemin sé fjærri slóð.
Ástarljóð 8.8.15
- Ég er vitlaus í varir þínar,
vandinn er bara sá
að gerast þá girndir mínar
gripnar enn meiri þrá.
Hamingjan 9.8.15
Það er gott að hafa hreppt
hamingjunnar stund
en oft er lánið endasleppt
þótt eigi við þig fund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 13:52
Takk fyrir fiskinn Ásmundur 11.8.15
Á ástandsárunum einn var maður
sem ei var trúlega nógu graður,
einstæðri grannkonu æði þó natinn,
oft færði hann henni fisk í matinn.
Hún var ógift ef einhver að spurði
og endaði með Breta í vegaskurði.
- Þá var dimmt svo að lítið bar á
er Ásmundi granna gengið var hjá
og fyrr en Bretanum flæddi sundur
frá kellu heyrðust nokkur undur:
- Takk fyrir fiskinn Ásmundur!
Bloggar | Breytt 12.8.2015 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 11:31
Nágrannaerjur 11.8.15
Uppistaða í ýmsu höfði
er oft sem lítil kvörn,
fyrir grannans ágangi
mér engin tjáir vörn.
Vitleysingar vaða um
og vanda ei sína örn,
það eru æði margir
sem alltaf verða börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2015 | 17:02
Illvíg er öfund kvenna 9.8.15
Nú stendur yfir alheimsráðstefna
um afglæpavæðingu vændis
ásamt fleiri umdeildum málum
í heiminum:
Það er ótrúlegt að ei megi vændi
á Íslandi fá að glansa.
Aðrar konur öfundast svo mikið
að ólmar krefjast stansa.
Verðlag tuttugu, þrjátíu þúsund
- eftir framboði og eftirspurn,
þykir mér ei til vansa
en það er engin verðlagsnefnd
í vændiskonubransa!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2015 | 13:07
Straffað 8.8.15
Illa er óhroðinn að mér nú skekinn
og yfirráðherrann vill ei dusta
af lögreglustjóranum rykið.
Töluð orð ku eigi aftur verða tekin,
almættinu lagði ég í óánægjukórinn
að henni yrði straffað fyrir vikið.
Að lokum er eitt sem að segja ég vil
að ég skal minna á það af og til.
Bloggar | Breytt 11.8.2015 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar