8.4.2014 | 17:21
Ástand fólksins 8.4.14
Ef fólksástand ferð þú að skoða
fæst það mest lítið til að gera.
Það hefur úr svo miklu að moða
að það má ekki að neinu vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 14:20
Minningarbrot frá sjómennskuárum mínum 8.4.14
Mér er minnisstætt eitt dálítið broslegt og meinlaust tilvik á fyrstu vetrarvertíðinni minni í Keflavík og það að mér var ekki sama um það því ég vissi ekki hvernig ég ætti að taka því frá hendi skipsfélaga minna, þeir höfðu aldrei gert at í mér áður. Ég var þá nýorðinn 18 ára um miðjan apríl og á Baldvini Þorsteinssyni frá Dalvík, ef ég man rétt nafnið á bátnum og með mér voru flest ungir menn á mínu reki , glaðsinna og mjög góðir og samhentir félagar.
Það var komið fram á vor á netavertíðinni og varla bein úr sjó lengur að fá. Við vorum með margar trossur á dekki og skipstjórinn Kristján Jónsson vissi greinilega ekkert hvar helst væri til ráða að pota þeim niður. Hann slóaði því lengi um hafflötinn í þetta sinn og skipshöfnin stóð á dekkinu og beið. Ég hef löngum værukær verið og fann mér prýðilegt pláss í tóakassanum þvert yfir bátinn við stefni hans til að leggja mig útaf og sofnaði þegar.
Ekki vissi ég eða man hvað ég svaf þar lengi en þegar ég vaknaði, var ég undir sænginni minni. Einhver skipsfélaganna hafði fundið sig í því að hlúa að mér, ég vissi aldrei hver, labbað hefði sig niður í lúkkar eftir sænginni minni til að breiða yfir mig og allir stóðu svo félagarnir kímileitir yfir mér og biðu þess ég vaknaði..
Með gáskafullum vinum 1960
Gott er að dvelja glöðum vinum hjá
er gefa af sér er fjörið fer að dofna
en býsna er oft margt sem betur má,
bónda virtist of gott það að sofna.
Bloggar | Breytt 25.4.2014 kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 12:58
Á ólgulífsinsbraut
Ekki ákveða fyrir fram
að ómögulegt sé allt
einbeit ´þér frekar að því
að það sé ígulsnjallt.
Þú munt fljótlega finna að
fjarlægist hver þraut
haldirðu ótrauður áfram
á ólgulífsinsbraut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 06:08
Ótrúleg veiðisaga
90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!
Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei veiðitímabili.
Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn.
Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn.
Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður dauður!
Það er óhugsandi, sagði gamli maðurinn, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.
Já
.það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja, svaraði læknirinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2014 | 21:13
Nauðgun í Fólksvagen
Það var á árum hinnar geisi vinsælu Fólksvaken bjöllu sem kom frétt af því í þýsku dagblaði að konu hefði verið nauðgað í Fólksvaken og að fætur hennar hefðu verið .þræddir í hankana sem eru á sitt hvorri hlið bílsins. Þá varð einum lesandanum að orði: - Ja hver djöfullin maður, ég er búinn að eiga svona Fólksvaken í 15 ár og aldrei vissi ég til hvers þessir hankar væru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2014 | 11:55
Dauðinn 7.4.14
Mörg vill höndin högum spilla,
högg mörg svipleg rækallsvandar.
Dauðinn hljómar alltaf illa
oft þó betur er skúrkum grandar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 03:58
Hanna Birna með besta aprílgabbið í ár 1. apríl 2014
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrygðum með Hönnu Birnu sem þingmann og ráðherra. Mér hefur fundist hún bregðast heimskulega og með hroka við hverju þeim málefnum sem fyrir hana hafa borið. Ég hef marg skrifa henni og ráðuneyti hennar kærur um ólög, stjórnarskrár- og mannréttindabrot á mér sem þurfi að leiðrétta en ekki fengið nokkur viðbrögð né svör frá þeim og nú ætlar hún að vaða inn í verkfall með ólög til eyðileggingar baráttu sjómanna fyrir lífi sínu og afkomu og setja lög og kyrrstöðu á það fram á haust.
Megi Djöfullinn taka þennan kæra og ágæta þjón sinn og vin alveg til sín því þar á hann heima og losa land vort og þjóð undan honum hið bráðasta. - Ég bið þess heitt og innilega og skora á almættið að skerast í leikinn og fjarlægja óværuna af sviðinu vegna langvarandi vanhæfni í lutverki sínu. Það er bara verst að það dugar skammt á meðan alltaf eru einhverjir ámóta vanmetagemlingar tilbúnir að hlaupa í skarðið. Hvaða lögmál skyldi ráða því að besta fólki að menn halda breytist í skrýmsli komist það í ríkisstjórn?
Hugsa bara um haginn sinn
hennar er fastur siður
af því hún dýrkar Djöfulinn
dregur hún aðra niður.
Fyrir þín svik við friðinn og mig
og fóstrann er gildrurnar lagði
ég almættinu fel að fást við þig
- þú falla skalt á eigin bragði.
Bloggar | Breytt 5.4.2014 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2014 | 08:31
1. apríl messa 2014
Mér hefur ekki geðjast að ráðslagi stjórnvalda að féfletta landsmenn sparnaði sínum til að hlaða undir milljarða bankagróðarassana til að bjarga sér og heimilum sínum úr nauðum undan spillingu þeirra:
Kærleikurinn er yndi jarðar
henni snýr um möndul sinn
en ómennskan þar ansi grimm,
andsetur marga Djöfullinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2014 | 08:33
Húsnæðislánin hátt á baugi en hvað með námslánin?
Einhver leiðrétting húsnæðislána á næstu 4 árum eru nú í umræðunni en mun þó sem dropi í haf skaðans af verðtryggingu sem flest bendir til verið hafi ólöglegur gerningur frá upphafi vega. En það voru fleiri sem tóku verðtryggð lán og ekki eru þau í umræðu um leiðréttingar. Hvernig ætli sé með námslánin sem hafa meira en tvöfaldast og hanga yfir fólks alla ævina og að auki aðrir hafa orðið að ganga í ábyrgðir fyrir sem nær út yfir líf og dauða, - þau eiga meira að segja kröfur sem geta þurrkað upp heilu dánarbúin þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2014 | 07:26
Skjöldur og hlíf 27.3.14
Hver skyldi vera mesti glæpalýður landsins,
leika fyrir peninga með fólksins einkalíf,
vera mestu djöflar í heimi hjónabandsins
í hlutverkunum skjöldur þeirra og hlíf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
neisti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 31966
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar