Styttingur fundinn 13.3.14

Pissirðu framhjá maður minn

mæðu helst það veldur

stígðu því framar, stúfurinn

er styttri en þú heldur!


Leiðin til metorða 9.3.14

Sá óheiðarlegi áfram kemst,

- illt er til þess vita,

heiðarleikinn fyrst og fremst

fæðir tár og svita.


Ferðalangarnir 1.3.14

Einn af krafti flýtir för,

finnur að mótidrægur.

Það er sagt að einn sé ör,

annar drulluhægur.


Um atganginn í landsmálunum

Þetta er bara gamla rullan og aðalstolt alls fjöldans á Alþingi og yfirleitt meiri hluta þjóðarinnar fyrr og síðar sem og fyrir hverjar kosningarnar oftast á sömu mönnunum endurkosnum aftur og aftur sem léku þar djörfustu senurnar: Loforð, lygar, svik og ómerkilegheit á hvern þann lúalegasta máta sem þeir kunna hann mestan og bestan.

 

Margra hefur marið skinn

á mjóu bökunum skakið.

Kjósiru vinur fjórflokkinn

færðu hann í bakið. 


Í kvöldfréttum 26.2.14

Vilja sem aðrir eigra um ból

en öll eru landsmál slík

að farið er verr með fatlafól

en ruslið í Reykjavík.


Í Íslenskum skógi 26.2.14

Skyggnist um í skógi lands

skattni er týnast lætur

en hann sér um allt með glans

ef hann rís á fætur!


Stúlkan á pallinum

Sá ég stúlku standa á palli

staðar námu hjartslög mín,

það var sem þyrmdi yfir kalli,

þannig er ást við fyrstu sýn.

Áfram leið svo ævistund

enn má heita í sálu reimt.

Baugalínu björt var mund,

 bernskuljóminn gleymist seint.


Stigið í dans 9.2.14

Hún snaraðist inn á snípsíðu pilsi,

snöggt birtist önnur á skósíðri dragt.

Hver skyldi í vafa um hvor frekar vildi

af hamslausri gleði að dansa í takt.


Staupaglaður

Lítið um hann drekki í dag

en datt vel í það forðum.

Hann hefur komið lífi í lag

sem lengi var úr skorðum.


Að hæla sér 6.2.14

Það þykir ei mjög gáfulegt að hæla sér

og er flestur í því hrár eða hálfur

en hver á að halda uppi skottinu á þér

hafirðu ei dug til þess sjálfur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31966

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband