Vinir 5.2.14

Þessa er ætíð vert að velja

viskuanda ei snauðum,

- þú skalt þína vini telja

þegar þú ert í nauðum.


Jólahugvekja frá 2003, hvað skyldi hafa breyst á þessum 10 árum?

Austurglugginn 27.11.2003 

Spriklað í fátækragildrunni!  Jólahugvekja öryrkja! 

Um síðustu mánaðarmót var enn eina ferðina verið að skerða mín smánarlaunin vegna tekjutengingar við maka þrátt fyrir það, að það sé margdæmt siðleysi og mannréttindabrot.  Konan mín sem vinnur 80% vinnu hafði hækkað um einhverjar krónur í kaupi frá síðasta ári samkvæmt skattaskýrslunni og fóru þá launin yfir eitthvert launastrik sem við hjónin máttum hafa sameigilega samkvæmt einhverri reglugerð sem Tryggingarstofnun ríkisins ber fyrir sig og skellir mér þar með að stórum hluta á  framfæri eiginkonunnar, þrátt fyrir Hæstaréttardóm sem segir að hið opinbera eigi að hafa öryrkja á sínu framfæri en ekki makinn.  Þannig virkar hin illræmda fátækragildra!  Stríðsofsóknir ríkisstjórnarinnar á öryrkja virðast endalausar!

 

Ósakhæfir ræningjar og óbótamenn! 

Ég tel að eitthvað meira en lítið sé að hjá þjóðfélagi sem endurkýs dæmda ræningja og óbótamenn yfir sig með fagnaðarlátum eins og gert var í síðustu kosningum og ég held að þeir sem það hafa gert fylgist lítið með eða eigi ekkert til sem heitir samúð með fátækum, sjúkum, öldruðum eða atvinnulausum, sem ég tel þá leggja í einelti sérstaklega og virðast fáir hugsa um slíkt fyrr en vandinn káfar uppá þá sjálfa.  Um þessar mundir eru þeir nú t.d. að taka 3 fyrstu bótadagana af atvinnulausum eins og þeir megi nú helst við því í nauðum staddir.  En ekki er sanngjarnt að ásaka óupplýstu fólki fyrir heimsku sína en ég ásaka þá, sem þrábrjóta mannréttindi og níðast á smælingjum af illum kvötum og græðgi ásamt undirlæguhætti þeirra sem þá styðja og liggja marflatir fyrir þeim og hafa ekki heimskuna til afsökunar og segja já og nei samhljóða eftir pöntunum gjörspilltra forsprakka.  Ég læt hér fylgja með nokkrar vísur um ástandið og þar kemur fram mín bjargfasta skoðun að auðvitað eigi allir í ríkisstjórninni sem eru margdæmdir fyrir siðleysi og mannréttindabrot, hvergi annarsstaðar frekar heima en með sínum líkum ósakhæfum afbrotamönnum á geðréttardeildinni að Sogni sem hverjir aðrir óbetranlegir og hættulegustu sakamenn samfélagsins.

 

 Fólk í fyrirrúmi!”

Var Frammsóknar slagorð um sinn

en börðust sem bófar í húmi

við hin bágstöddu öryrkjaskinn.

 

Og dæmdir þeir hristu bara hausa

og héldu áfram sinni níðverkafjöld.

Sæmir ei vorri þjóð að sjá fanta ganga lausa

er Sogn ættu að gista, bak við rimla og tjöld.

 

Af verkum sínum þessi greyin þekki

sem þvílíka brjálæðinga og svín

þeir sýna bæði siðleysi og hrekki

og sæmd þeirra og æra, er sem fúlasta grín.

 

Eins og skepnur sem komast í æti!            

Ég tel ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa gengið ákveðnar til verka sinna af djöfulmóð varðandi allt það er miðar að því að skapa tvær þjóðir í landinu af auðmönnum og nauðafátækum með því að níða niður alla sem minna mega sín til þess að hlaða undir þá ríku og koma sameiginlegum eignum þjóðarinnar í hendurnar á þeim.  Þegar peningar eru annars vegar minnir hin gengdarlausa græðgi þessara manna mig mest á það sem gamlan bónda þegar skepnur komast í æti og kunna sér ekkert magamál og ég vil líkja öryrkjamálinu við það sérstaklega, að þar hafi þeir étið yfir sig og orðið dálítið bumbult af því.  Ég tel mig fyrir löngu síðan hafa séð það langt fram í tímann, að ef ekki tekst að eyða Framsóknarflokknum sem hverjum öðrum meyndýrum þá eyði hann landið með ólögum að öðrum kosti.

 

Hver fátækur maður er fleginn sem hundur

því forustan matar heilt auðmannalið.

Þeir eru sem rándýr við að rífa þá sundur

en reynast bara hræætur að troða út sinn kvið.

 

Einar Sigfússon, hundahreinsari og meindýraeyðir.


Kollheimtur

Vitund hjassa til verka er dauf,
víða stendur bóndans fé,
vill því tínast að klauf og klauf,
kollheimt þótt af fjalli sé.

Rúmfræði 23.1.13

- Ég rústa þér í rúmfræði,
rumdi drengur óður,
fletti hraðan frá sér klæði
og fór að hefja róður.
Ennþá snarar fékkst þó friður
því fjótara hann niður.

Öllu að ná 17.1.14

Öllu að ná er andans þrá,

auðnuríkt er potið

en að sögn með þann allt á

einskis fái notið.


Fávitar og fræðimenn

Það er mikil viskan sem fyrirfinnst

og fróðleikurinn með sanni

en ef til vill best að vita sem minnst

þá vefst það ei fyrir manni.


Ást á gönguslóð 14.1.14

 

Gleði er alls dýrust á göngunnar slóð,


hún var góð svo langt sem það náði.


Þau elskuðust fyrst af feiknanna móð,


hún fór þegar eldurinn bráði.


Nú er heima 14.1.14

Strunsa ég tíðum striki beinu,

stundum lámast síðum skut,

annað hvort man ég allt í einu,

eða ekki nokkurn hlut.


Hjalað við nóttina 13.1.14

Hann faðir minn heitinn
hann vildi ég færi að yrkja,
sagði það vera þjóðlegt
og þroska mann og styrkja. 
Ég sagðist hafa lært mig meta 
ég megnaði það ekki að geta.
Þá varð honum þetta til svara,
- er hefur nú átt sér stað:
Það er ekki annar vandi bara
en byrja, svo kemur það!

Ljóð dagsins 12.1.14

Mannsdómsbrestir
Við höfum margan manninn séðan
er manndómsbrestunum leyndi
en sýndist ei sem verstur á meðan
ekkert á hann reyndi.

Heiglar farga ei fátæktinni
Það þarf að farga fátæktinni
og farsæld bæri það lið
er setti upptöku á ofurlaunin
og afnæmi misréttið.

Sælir eru fávitar
Fávitar ynda um andans veg
þótt eigi í vöntunum,
- snilldin kemur ekki alveg
eftir pöntunum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 31966

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband