Hið ljúfa líf 7.1.14

Það vill oft vefjast fyrir fólki eftir hátíðir að snúa við sólahringnum aftur, ort er ég vaknaði

 

Sjaldan er betra sofa en á daginn

er sól brosir hátt við mar

en að nótt bæði ljúfur og laginn

að leika við stúlkurnar.


Áramótaávarp borgarstjórans 5.1.14

Var að lesa Áramótaávarp Jóns Gnarr, þótti það stórkostslegt og lagði út af því ljóð dagsins

 

Landann nú ávarpar Jón Gnarr með glens

en getur ei leynt heimsins syndum:

Hann telur, aumingja eiga sjaldnast sjens

nema í sögum og bíómyndum!


Ástin flá 4.1.14

Mörg er ástin æði flá,

áttum marga sonu,

þótti verst er fór mér frá

fyrir aðra konu.


Karlar og geim 4.1.14

Karla marga klæjar í geim,

konum margir hafa á lag.

Erfitt að komast undan þeim,

- ef að þeir fá reiðarslag.


Að tryggja hjá VÍS 3.1.14

Þeir ætla að borga Finnboga vini mínum 3 hundruð þúsund mínus 77 þúsund í sjálfsábyrgð fyrir bíl sinn 2003 mótel og segja honum bara að koma og skrifa undir og hafa ekki skaffað honum annan bíl sem vera ber og tjónið átti sér stað fyrir jól og ég orti er ég frétti þetta í dag:

Skyldi sá með réttu ráði
er ræður að tryggja sig hjá VÍS?
Þrjú hundruð spírur það ég hváði,
- það eru aurar í sparigrís!


Ljóð dagsins

Yndið væna 3.1.14

Yndið er vænt með vífi

er vefur sig utan um þig

gleði er hvers lítil í lífi

er lifir því bara fyir sig.

 

Úrvalsmaðurinn 3.1.14

- Margur á orð í annars fari,

- oft er lof sem háð og kart.

Úrvalsmaðurinn allra svari

einatt tekur, þó fari í hart.

 

Að vita sem minnst 3.1.14

Um ævina hef ég svo ýmsu kynnst

að orð mín ég tel með sanni,

- Það er ekki vont að vita sem minnst

þá vefst það ei fyrir manni.

 

Úr skaupi ársins 3.1.14

Vildisorðum vítt höfum kynnst,

hjá Vigdísi oft sem í pati.

Í skaupi árs er margt á minnst,

- á morgun sefur sá lati.

 


Áramótasagan

Gengið til rúpna, skrifað 31.12.2013

Við kölluðum hann ávalt Fidda fóstbóður eins og faðir minn heitinn gerði.  Hann var þó kallaður Frissi upp á Héraði og þar um kring.  Það kom til af því að þegar hann fór þangað í vinnumennsku 18 ára að aldri var þar fyrir á bænum annar maður sem kallaður var Fiddi.  Húsbóndinn spurði hann þá að því hvort ekki mætti kalla hann Frissa, sem og var svo gert uppfrá því.  Hann var snemma kappsamur og bráðger og sagðist faðir minn aldrei hafa kynnst eins duglegum krakka og unglingi.  Hann var ekki gamall er hann vildi fá byssu og ganga til rjúpna sem aðrir en fékk það ekki.  Einn daginn fór hann samt af stað með fjárbyssuna og gekk um Kirkjubólsteiginn þveran og endilangann og skaut og skaut en engin lá rjúpan hjá honum sem von var.  Á heimleiðinni hitti hann Guðmund á Kirkjubóli sem var líka að koma af veiðum og hafði fengið fjórar.  Bað hann Guðmund að selja sér rjúpurnar en hann var ákaflega gamansamur og gerði það með ánægju.  Er Fiddi kom heim með fenginn undraðist heimafólkið stórlega og fékk hann mikið hrós fyrir.  Það var því afráðið að hann fengi að fara næst með alvöru byssu.  Þegar hann kom úr sinni fyrstu ferð með haglabyssu kom hann heim með svo mikla veiði að menn undruðust og þá mælti hann þau ódauðlegu orð sem haldið hafa þessari sögu á lofti síðan: ,,Það er ekki vandi að svifta með haglabyssu”!


Sjálfstæðisflokkurinn 31.12.13

Sjálfstæðisflokkurinn

er Satans handbendi

siðleysi og misskipting

sem leiki hann kenndi.

Fjórflokkurinn nú allur

hefur farið hans slóð

fátæklingum landsins

að taka stöðugt blóð.


Bitist er um á netinu hverjir séu alvöru verkalýðsfulltrúar 29.12.13

Ég held að hver heilvita maður komin af barnsaldri sem fylgst hefur með lífi þjóðarinnar og er með sæmilegan þroska eigi ekki að hafa farið varhluta af því að flest allir verkalýðsfulltrúar landsins hafa verið gervimenn í stöðum sínum og handbendi auðvaldsins en ekki alþýðu manna. Það ætti líka hver maður að geta séð það ljóst í því dæmi sem nýjast er af nálinni að aðeins 5 aðildafélög sögðu sig frá svo ömurlega ófærum samningi sem það er að láglauna fólk geti ekki einu sinni fengið 20 þúsund króna launahækkun eftir að laun hálaunamanna hafa fylgt vísitölu jafn óðum og hækkað um hundruðir þúsunda með pólitísku ójafnaðarráði stjórnvalda sem er Kjararáð og sífelldar hækkanir fyrir suma en ekki aðra.  Á það brjálæði þyrfti að binda endi...

 

Það er margt á reiki

Það er til stutt og það er til langt,

það er til satt og lygin ber,

það er til rétt og það er til rangt,

reikar þó til hvoru megin það er.

 


Á fremsta hlunni 29.12.13

Í gærkvöldi fékk ég meil með því sem ég vona að sé ekki flugufrétt að skerðingar launa minna verði leiðréttar aftur í tímann og greitt út um miðjan janúar og þá varð mér þetta ljóð á munni:

 

Sem berserkur í botn og grunn

býsn hann leggst á árar,

hefur sig fært á fremsta hlunn

og fleytan vatnið gárar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband