Færsluflokkur: Bloggar

Treystu á innsæið 3.9.18

Þú skalt ekki treysta á heimsins breiðu bök
þau bognað geta á fyrsta degi hríðar.
Treystu frekar á innsæið þótt engin sjáir rök
á yfirborðið kemur margt löngu síðar.


Ljósmæðradeilan 19.7.18

Það á í dag að flýta sáttafundi í ljósmæðradeilunni um tvo daga vegna orða yfirmanna í spítalakerfinu en átti að vera hálfur mánuður milli funda. Ég skora á ljósmæður að láta ekki ofurlaunamenn ríkisvaldsins bukka sig.

Sáttasemjari talar um mikla ábyrgð samningsaðila um að ná saman. Ég get ekki séð aðra ábyrgð ljósmæðra en að kvika hvergi frá kröfum sínum og leggja niður stéttina að öðrum kosti og láta lækna um þessa vinnu.


Það þarf að auka einstaklingsræði stjórnmálanna 9.7.18

Ég hef oft hugsað út í hve miklu gæti breytt á Alþingi ef sterkir og velhugsandi einstaklingar ættu auðveldara með að komast þangað til að hafa áhrif á umræðuna og ákvörðunartökur og hver eignast þannig trúnarfulltrúa á þingi.

Til að verja flokksræðið og viðhalda stóru flokkunum hefur af þeim settar verið reglur um prósentafjölda, nú 5% heildaratkvæða á bak við hvert kjör til að komast að stjórn landsins, sjálfum sér til varnar auðvitað.

Þar verða svo allir nauðugir viljugir að lúta ægivaldi auðvaldsins og segja já,já við hvaða óhroða sem er þar í gangi á kostnað almennings, eigi þeir bara að fá að vera áfram með í leiknum.


Ekki batna aumra kjör 9.7.18

Fjórflokkurinn er allur eins og ill hans valdaseta. Að Katrín yrði mjög til meins mátti því nærri geta.

Ekki batna aumra kjör, andinn spýtir hlandi Katrín bíður með bros á vör að batni þeirra vandi.

Illt er að gera ekki neitt ef annað má til bóta. Örlaga bikkjum ekki er reitt úr sporum sér hvergi róta.


Spor á listabraut 4.7.18

Þrjóskan leiðir þraut í botn
þá viti fær ei upp skjóta,
heimskan sýnir háð og spott,
hverra er ei list að njóta?


Ljósmæðradeilan mun hvorki fyrsta né síðasta hneisa ríkisstjórnarinnar 1.7.18

Ég tel réttast af ljósmæðrum að vera ekkert að bítast við ríkisstjórnina um kaupið sitt. Þeim er alveg óhætt að leggja niður stéttina og láta læknum eftir að sinna þessari vinnu. Ekki stendur á að greiða þeim kaupið sitt fyrir það mikið hærra en ljósmæðrum sem vinna við hliðina á þeim. Mér þykir þetta líkt og máltækið segir: Það er ekki sama Jón og Jón upp á!


Gengur á ýmsu 27.6.18

Það gengur á ýmsu orð eru til sanns
um óróleika margan í gangi.
Lífið fer ekki alltaf eftir óskum manns,
erfiðleikar vilja skella í fangi.


Vinarminning 25.6.18

Er gengnir voru gamlir slóðar
gafst mér ungri stúlku að kynnast.
Um hana minningar á ég góðar,
yndi er góðra vina að minnast.

Það mun hver vera sjálfur við sig
og sínu til gleðinnar tjalda
en að fáir hafi elskað meira mig
mér er ei fjærri að halda.

Meingenin 24.6.18

Misjafnlega mönnum farnast,
meingenin oft velli halda.
Illt er sagt í ættum gjarnast
og óþokkar sæknir til valda.

Margur út í það góða getur
gert sáluheillina reiða
og hvar skyldi bófi þá betur
böl látið af sér leiða?


Auðvaldið byggir á að troða aðra undir, til að hefja sig uppúr svínaríinu 21.6.18

Dagur borgarstjóri fær 2,5 milljónir í aukalaun á ári fyrir að sitja 9 fundi í vinnutíma sínum. Sanna fulltrúi kommonista færði þetta upp á yfirborðið og maður einn sagði: Þetta er meira en árslaunin mín.
Það er ekki nema eftir öðru sem viðgengist hefur í stjórnsýslunni að þetta hafi gengið svona orðalaust fyrir sig og trúlegast svo árum skipti án nokkurra athugasemda fyrr en nú að loks birtist óvenju heiðarleg sál.
Ég get ekki orðabundist: Þvílíkt pakk pakk pakk! En að fáist tekið á þessu og þvíumlíku og hætt að féfletta fátæklinga til að halda spillingunni uppi þykir mér frekar ólíklegt. Allavega meðan Fjórflokkurinn grasserar í stjórnmálum landsins.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 31840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband