Færsluflokkur: Bloggar

Hvílíkur Jón í Hvammi 20.6.18

Hann ætlar að sætta sig við að hætta en skyldi honum ekki bregða við kaupið sitt eða á hann kannski nóg mútufé blessaður öðlingurinn?
Hvað sem um Gylfa Arnbjörnsson má segja þá reyndist hann bönkunum vel eftir hrunið er hann gat ráðið því að ekki væri afnumin verðtryggingin af húsnæðislánunm landsmanna. Bankarnir gátu þannig tekið heimilin eignanámi af gjaldþrota þúsundum manna og grætt fleiri hundruðir milljarða á manngæsku hans og einskærum góðvilja hans. Gamalt máltæki segir: - Hvílíkur Jón í Hvammi!
 
Geystist fram af miklum móð,
móðurjörð eiða sór.
Fennir seint í sumra slóð
sporin eru svo stór

Áskorun til ljósmæðra 18.6.18

Ég heyrði í hádegisfréttunum boðað til eins sáttafundarins ennþá með ljósmæðrum.

Ég skora á þær að slá hvergi af kröfum sínum og fái þær þeim ekki framgengt að fullu að hætta þá þessum barningi og láta bara læknastéttina um þessi störf.

Ríkisvaldið hefur gengdarlaust ausið í hana kauphækkunum fram yfir aðrar launastéttir landsins og skyldu þeir ofgóðir til að vinna fyrir kaupinu sínu.


Inga Snæland 2018

Á rás eina í útvarpinu
sprotanum ég brá
Inga var að halda þar
ræðu sína smá:
Við fáum hlutina aldrei
yfirborð upp á
nema að tala nógu oft
um þá.


Eljusemin 12.6.18

- Mikið skal til mikils vinna,
mín er döpur allflest sinna.
Enginn verður af engu góður
af eljuseminni sprettur hróður.


Kokkur níðsaflanna 11.6.18

Illt er að kjósa Fjórflokkinn

fátækt til að smíða,

Bjarni teymdi Kötu í kokkinn,

kúgun aumra og níða.


Spottprís á ærum 11.6.18

Fólk er hvatt til að mennta sig eins og með ljósmæður og svo bara lækkað í kaupi þegar takmarkinu er náð. Nei, þetta er ekkert eðlilegt. Mér líkar vel uppsagnir ljósmæðra. Láta bara lækna um þessi störf. Nóg ættu þeir að hafa kaupið til þess.

Svandís Svavarsdóttir er ráðherra þessara mála en hefur reynst sem núll og nix til að koma lagi á þessi mál. Skyldu ekki Vinstri grænir stoltir af fulltrúum flokksins, henni og Katrínu Jakops og skyldu ekki stuðningsmenn flokksins bíða spenntir eftir að fá að endurkjósa þær og aðra trúnaðarfulltrúa sína í næstu kosningum.

Stjórnendur tíðum sjáum við sjúka,

svo er nú komið að þykir ei skrýtið.

Ærur geta verið fljótar að fjúka,

fara kaupum og sölum oft fyir lítið.


Hjálp í neyð 31.5.18

Á atvik nokkurt nú ég bendi
í nauðir komst hann á sinni leið.
Kona rétti honum hendi
og hann úr vök á bakkann skreið.
Maður veit aldrei hver til verður
að veita öðrum hjálp í neyð
en til þess myndi vart verkahraður
vesæll 4flokks Alþingismaður.


Í Fjarðabyggð 2018

féll meiri hlutinn í sveitastjórnarkosningunum. Allir fjórir listarnir þar voru þó þannig úr garði gerðir að enga samvisku hafði ég til að kjósa nokkurn þeirra og veit um að sama var að segja um fleiri en mig. Engan í sveitastjórn þessa samfélags hef ég getað fengið til að sinna í nokkru um mín mál, nema Helga Seljan þegar hann var þar og má segja að hann hafi barist fyrir mig við vindmillur svo óvinveittir voru þeir að sinna í nokkru mínum framfærslumálum. - Þvlíikt pakk, pakk, pakk, eins og maðurinn sagði forðum um gargandi hænsnahóp er hann villtist óvænt inn í kofan hjá þeim:

Í Fjarðabyggð 2018
Framsókn og Sjallar féllu þar,
- fengið höfðu margir klígju!
Sömu bófar og brjálæðingar,
- berja mig þar ekki að nýju!


Ættarrembingur stórbóndans 20.5.18

Stórkostleg manneskja móðir mín var,
minn faðir var óvenju seigur,
af fríðleik og knáleika ég ungur af bar
og átaka þótti ekki deigur.
 
Mín afkvæmi reynast svo allsekki slök
og ýmsu hjá þeim má víst hæla.
þau hafa öll á lífum sínum´ágætis tök
og átt hef ég marga daga sæla.

Mannlýsing 17.5.18

Fátt óttast margir meira
en háðungar og spé
og hugsa fátt um annað
en hvernig hjá öðrum sé.
Þeir spyrja ört og spyrja
en spurðir séu á mót
smella þeir sem í baklás
þögulir sem grjót.
 
Á dansskónum 17.5.18 
Á dunandi balli hann dömunni snér,
dæmalaus þótti sá fjári.
Það dregur sig saman sem dámlíkast er,
detta mér lýs úr hári.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 31840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband