Færsluflokkur: Bloggar

Hroðaleg flugslys 11.3.19

Annað slysið með sömu tegund flugvélar Boing 737 með á um árs millibili og nú fórust 157 manns. Það þykir mjög sláandi að báðar vélarnar eru svo gott sem nýjar og hröpuðu eftir nokkrar mínútur í flugtaki. Grunur var á um þá fyrri að hún hefði ofrisið.

Svartu kassarnir úr þessari vél er fundir, þeir eru tveir og vonast er eftir að einhverjar skýringar finnist á slysinu. Búið ar að taka 100 flugvélar af 300 í brúkun af þessari tegund í heiminum úr umferð. Íslendingar reka þrjár svona vélar.

Ekki þykir mér ótrúlegt að mannleg mistök komi í ljós í þessum málum sem svo mörgum öðrum sem aflaga fara og á ég fyrst og fremst von á því að komi í ljós hönnunargalli vélarinnar þar sem tæknin tekur stjórnina af flugmönnunum.   


Tvískynungur Alþingismanna 17.1.19

Ekki fengu Miðflokksmenn konuna sem hleraði þá og tók upp óhroða þeirra um aðra þingmenn og fatlað fólk á Klausturbarnum sakfellda fyrir gerðir sínar á þeim tveimur dómstigum sem þeir reyndu við og verða að borga málskosnaðinn, skyldi þeim vorkunn?

Flokksmenn Fólksins sem þar voru líka, voru það viti bornari að þeir fóru ekki fram með þær kröfur en ekkert segir til um að þeir hafi skammast sín fyrir að sitja á fullu kaupi á þingtíma á svikráðum við formann sinn en þau voru aðeins þrjú í flokknum.

Sjaldan mun yndi af óbótamönnum

Alþingi hafa þó mátt leiða fjöld.

Skyldi ekki vorkunn varmennunum

er verða að borga sín tjónagjöld?


Sex hundruð milljaða ku kosta landamæragirðing Trömps 5.1.19

Það er sagt svo að allt gangi í hring. Mér er spurn? Er sama sagan nú að endurtaka sig og í Þýskalandi þegar múrinn illræmdi reis þar eftir heimstyrjöldina síðari? Skyldi sú þriðja vera núna í uppbyggingu? 


Það má margt finna sér til ósamlyndis! Minningarbrot úr borgarlífi 5.1.19

Fyrir nokkuð mörgum árum er ég heimsótti Reykjavík, slæddist ég með sonum mínum a.m.k. tveim er þar bjuggu í kynningarleiðangur á íbúð upp í Breiðholti sem þeir höfðu í hyggju að kaupa. 
Þeir vissu hana til sölu vegna skilnaðar ungra hjóna sem þar bjuggu en heimilisfaðirinn var okkur góðkunnugur frá Norðfirði, hið mesta ljúf- og prúðmenni í hvívetna að því besta er við vissum.
Svo hittist á að frúin var heima með 2 börn þeirra hjóna að mig minnir en maðurinn í vinnu sinni en kom þó aðeins heim er við höfðum skoðað íbúðina og vorum að fara.
Það sem mér er minnisstæðast við þessa heimsókn er þegar tal mitt snérist að því hvað hefði orðið þeim unga fólkinu svo mjög til armæðu að þau hefðu ákveðið að slíta sambandinu með tvö ungbörn á framfæri sínu.
- Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi segir máltækið og svo skildist mér að hafi verið í þetta skipti. Þegar frúin fór út og heimilsfaðirinn passaði börnin þá tíndi hann ekki dótið upp eftir þau jafnóðum eins og hún gerði þegar hún passaði þau.
- Að þessum orðum sögðum varð mér litið á eldhúsinnréttingunsa sem var á söklum um nær allt eldhúsið og gat ekki á mér setið að skjóta inn athugasemd við þessu.
- Hefði ég verið í hans hlutverði hefði ég bara ruskað dótinu með tánni undir innréttinguna og málið verið leist, sagði ég.
Við þau orð mín fannst mér sem frúin tútnaði öll út og minn skilningur ykist að mun á málavöxtunum er höfðu verið þar í gangi, er hún svaraði mér mjög hvatskeytslega og full af æsingi: - Þá hefði ég sko látið þig sleikja það upp!!!


Í kvöldfréttum rúv 4.1.19

Sagt er frá í kvöldfréttum sjónvarps símans milljarða skerðingum á bótum öryrkja sem viðgengist hafa til fjölda ára og búið er að viðurkenna að rétt sé af flestum hlutaðeigandi aðilum í stjórnkerfi Íslendinga. Tekið hefur fjölda ára að fletta ofan af svívirðunni og fá þjófnaðina á bágstöddustu þegnum landsins viðurkennda.

Spáð í eftirmálin: Ég tel nokkurn vegin víst ef ekki alveg pott þétt að engir stjórnmálamenn verði dregnir til dóms eða látnir sæta ábyrgð á nokkurn hátt á þessum glæpum sínum frekar en öðrum, það er einfaldlega ekki til siðs í þessu landi.


Á Klausturbarnum 2018

Mysan reyndist ei maðkafá
matreidd almenningi.
Tvískynungurinn tengdi þá
,,tréhestana" af þingi.


Afbrýðisemi 12.12.18

Í ástarmálum oft er stress
og yndið sett á haka.
Afbrýði er fylgifiskur þess
falllegan eiga maka.

Af einelti smælingjanna 4.11.18

Í umræðunni er ásókn í meiri morðafaraldur á Íslandi með lagafrumvörpum frá Alþingi. Barist er fyrir drápi á fóstrum þar til í lok 22. viku meðgöngu. Ég kommenTaði umræðuna á þessa Leið:
 
Að læknar vinni líknarstörf er þvæla,
þeir létu mútur steypa þeim af stóli.
Víða láta launmorð á sér kræla,
lækna mun þar lengstur vera slóði.
 
Það er merkilegt að skuli ekki leggjast fæð á þau eymdarinnar vesalmenni ómennskunnar er leggja þessa iðju fyrir sig sem féþúfur. Læknar á Íslandi fengu 40% launahækkun á einu bretti 1980 fyrir að beygja sig fyrir lagasetningu Alþingis þessa efnis frá 1976 sællar minningar fyrir suma. Hvað gæti kallast græðgi dauðans ef ekki þetta? Og síðan þá er búið að murka líf úr þúsundum íslendinga köldu blóði.
 
Mikill er sá Mammon
menn er tekst að leiða
í syndafen og svínarí
er samfélög fyrir greiða.

Morgunkveðja 26.10.18

Sendi ég þér lítið ljóð, lauslega ort í skyndi. Ertu vöknuð vinan góð, vermi þig heimsins yndi.


Stigið úr baði á Ak. 16.10.18

Ágæt kona að mér bjó
að var komið ég lenti í svað.
Sú er dama sæt og mjó
en svo þarf til að komast að.
Nú er ég fær í flestan sjó,
fannst mér baðið vellukkað.
- Yrkja mætti ótal ljóð
um hvað þjónustan er góð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 31840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband