Filmstjarnan 5.10.17

Glænepjuleg en glöð á svip

gengur hún um með þótta.

Hver sem þráir þennan grip

þrúgast niður af ótta.


Um örlögin 4.10.17

Með örlög sín í eigin höndum

ýmsir halda að séu þeir

en getur farið flest úr böndum

fræðilega ég segi ei meir.


Barnapían og titrarinn 3.10.17

Það var fyrir nokkuð mörgum árum að ég kom í hús á Egilsstöðum og heyrði fólk hlæja og skemmta sér yfir nýjustu kjaftasögunni á staðnum. Einhleyp kona hafði fengið unglingsstúlku sem barnapíu á meðan hún fór út að skemmta sér að kvöldlagi og kom ekki heim aftur fyrr en liðið var á nótt. Hvarf þá stúlkan til sín heima sem fara gerist.

Ekki löngu síðar en stúlkan var farin fékk lögreglan upphringingu frá konunni og kæru á barnapíuna fyrir að hafa stolið titraranum hennar úr náttborðsskúffunni og krafðist þess að hann yrði sóttur til hennar þegar í stað og sér færður hann heim til sín, það var og gert og kann ég þessa sögu ekki lengri.

Út á hlið og allt um kring oft vill mörgu skola. Titrarinn er þarfaþing, þarf ei leingur fola.


Mér þykir lítið bitastætt í umræðum Fjórflokksins 3.10.17

Gömlu og grónu flokkarnir hafa lítið til bóta fram að færa, fram yfir lygar og svik fyrri tíma. Enginn hefur minnst á svo ég yrði var að afnema verðtrygginguna af lánunum okkar og losa um fátækragildruna hjá bótaþegum sem virkar þannig að sama er hve nauðstaddir reyna að bæta fyrir sér með aukatekjum, þá er bara framfærslan tekin af þeim í staðin.

Inga Sædal sem er fyrir Flokki fólksins hefur lengi sem öryrki reynt þessa niðurlægingu og ótrúlega ranglæti á eigin skinni og virðist einni ekki sama um vandan og leggja sig alla fram um úrbætur. Kjósið hana! 


« Fyrri síða

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband