Yndið er fjölbreytilegt 31.10.14

Feigðin bíður Frónbúans

fái hann inni í kviði,

- það er yndið óþokkans

illu að verða að liði.

 

Óbótamenn 1980

Óbótamenn geta hreykt sér hátt
hvílíka brandaraeiða þeir sóru!
Átt hefur þeirra hugurinn smátt
hönd getur ritað orðin þau stóru!

Grey hér bisa líknarlúnir
af leigumorðum ærurúnir
gamna sér við grannans frú!
Spóka sig í fínum fötum
fara sloppar vel á rötum
kenna sig við kristna trú!

Ríkishórum ráða aurar,

renna á stjá sem ætismaurar,
henda kátt sitt hórarí!
Morðingjar og mannorðsþjófar
mega að sönnu kallast bófar,
sokknir djúpt í svínarí!

Murka börn úr móðurkviði
mergjuðu fylkja áróðursliði
til geldinga gráðugir hreint!
Eiða sína ekki muna!
Allt fyrir Mammonstilveruna
troðið niður ljóst og leynt!

- Grimmur er guðlaus maður!
Gleypir mútur trúverknaður!
Líknardráparinn handahraður
hugsar ekki um börnin smá!
Fjölskyldunum líka fargar sá!

Bófalið sjaldan bætt hefur raun,
bíræfnir leika svo fáum er rótt!
Enginn fær sviða í annarra kaun
einhverra valdandi gerða um nótt!

Dæma sig verkin djöflanna sjálfra!
Draga sér meira en nokkur frá segi!
Öll mín skrif gætu ei hlutast til hálfra
hryðjuverkanna er ske björtum degi!

Ei vil ég draga í dylgjur,

dóma eiga þrælmenni að fá!
- Gjöld eru glæpanna fylgjur,
gjaldi hver betur sem má!

Brjálæði stjórnvalda tekur sinn toll,
tekst þeim án vafa landið að eyða!
Gamlir og sjúkir á hvíslast með hroll:
,,Hvenær skyldi okkur farið að deyða”?

Nýr Páfi 13.3.13

Í páfagarði er punktur og komma,

punga heimska að láta ei vígja,

eyða ei fóstrum og ekki að homma,

æptur er löstur Páfans nýja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband