Skerðingar lífeyris 17.1.18

Svik og prettir sækja að,
sóma fáir grunda,
þótt svo fáist fest á blað,
fleygt er að mestu í hunda.

Ef dæmið við snýst? 17,1.18

Hver skyldi vita um hvernig

til háttanna er búið

hjá honum er ku hafa stjórn

og hefur ritning lýst?

Það hafa ekki allir kærleika

til aumra og málleysingja,

andleg fátækt fjöldan leiðir

svo farnaður ei af hlýst.

Þótt trúirðu ei á annað líf

ætla ég fyrirvara

dálítinn betra að daga heim

ef dæmið þar við snýst.


Þjóðarmein 16.1.18

Með ójafnaðinn efst á baugi

Íhald er að slepptu spaugi

til fátækra er fórnin sein,

eru að hugsa um ættarveldin,

aura telja seint á kveldin,

þetta er okkar þjóðarmein.


Lausnir 10.1.18

Það er ekki vandamál

huga mínum í,

lífið snýst um lausnir,

ljóst má treysta því.

Komin er mín hryssa í höfn,

hefst nú tamning snör

og vissulega vona ég að

hún verði ei með strákapör.

 

Dýr króna 10.1.18

Eigirðu vinur minn ósskastund

og alheimssælu þú pantar

þá er slæmt fyrir slíkan fund,

sjá að krónu upp á vantar.

 

Náttúrulögmál 10.1.18

Það þarf ekki suma að vana,

aldur sér um slíkan vanda.

Sorglegt var þá hitti ég hana

hætt mér skyldi vera að standa.


Eins og gengur!!! Smásaga dagsins 9.1.18

Gamli maðurinn dró vinalega til sín stúlkuna þegar hann heilsaði henni með handabandi. Ætlaði að kyssa hana á kinnina eins og hann hafði ætíð gert síðan hún var á unglingsaldri Hún kippti snögglega hendinni að sér eins og hún hefði brennt sig á glóandi járni og sagði, ég vil ekkert kangs frá karlmönnum!!!

Hann frétti síðar að hún hefði fengið taugaáfall í illa heppnuðu einkalífi sínu. Hún hafði átt úrvals mann sem lék við lundarfar hennar á alla kanta en í geðslagi þótti hún nokkuð mikil fyrir sér.

Hún kynntist spennandi manni á ferðalagi, fráskildum og drykkfelldum og ást hennar til hans blossaði upp. Hún var þá ekkert að tvínóna við framhaldið, skildi við eiginmanninn þegar er hún kom heim og flutti til hins og þau stofnuðu hamingjusamt heimili en samvistum þeirra síðan lauk með smelli eins og gengur.

Ekki er sagan mín lengri en þetta en í annarri sögu sem ég kann, ekki mjög ólíkri þessarri segir á þessa leið: - Adam var ekki lengi í Paradís og sagði ekki sléttar sínar farir en er á meðan er og varir á meðan varir! 


Mismunar nú í skattamálunum 9.1.18

Katrín eykur mismunun á hverju sviði,

munninn hefur ört á iði,

Andskotanum vill verða að liði.


Örlagaleiðir 8.1.18

Á hvern ætti ég frekar að splæsa

dýru ljóði dagsins

en dásamlega vinkonu

sem huga mínum er nær.

Þótt engin eigi það sérstök dama

er ég þó að vona

hún taki viljan fyrir verkið

sú vinan mín kær:

 

Ég hef elskað þig í botn frá fyrstu stundu

og fegurð þína ég geymi í minnjasjóð.

en örlögin okkar leiðir ekki saman bundu,

alltaf þó ég vona þú rekir á mína slóð.

 

Krydd í tilveruna 8.1.18

Enginn er nokkru sinni

eins og að þú heldur,

afglapa sinna geldur

margur þúsundfalt.

Það er slæmt að vera

öfgum ofurseldur

og vanta mjög í líf sitt

pipar bæði og salt.

 

Ástarneisti 8.1.18 

Man ég þann fund

er ég mælt´ana fyrst

af meyjunni fékk ég

virðinguna reista.

Mig óraði þá fyrir

einhverja á lund

að ást í mínu brjósti

fengið hefði neista.


Dögun 6.1.18

Í dag keypti ég nn frá Hofi, hryssu sem ég gaf nafnið Dögun og orti:

Árin af mér ellin nagar,

endist hver veit lífsins týra,

en enn er dýrðlegt þegar að dagar

á dögum mikilla ævintýra.


Sjálfslýsing 6.1.18

Ekki er ég alltaf staður,

orð fyrir mig að bera,

sjálfhælinn og söguglaður

segist ég því vera.


Um mannlífið 4.1.18

Af eðalfólki er alltaf bót

en einsleitt er ei mannlífið.

Oftast leynist eitthvað dót

innan um og saman við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

neisti

Höfundur

Einar Sigfússon
Einar Sigfússon
Ég Einar Sigfússon er Óðalsbóndi í Efri-Skálateigi 2, í Neskaupstað. Hættur hefðbundnum búskap fyrir löngu vegna heilsubrests og er öryrki. Ég er enn með nokkur hross á jörðinni og örlitla ræktun í félagi við annan uppgjafabónda sem er Ásvaldur Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað. Hann bjó fyrst á Hömrum við Akureyri og síðar á Geithellum í Álftafirði. Hann rekur nú verslun í Neskaupstað og er eigandi og hennar.
Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • 10959352 10152864324913964 3615740646773882780 n
  • Kjarnveig 5 vetra
  • Blíða 3ja vetra
  • Blíða veturgömul

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband